top of page

Torfhús - getum við lært af fortíðinni?

Um verkefnið

Í undirbúningsrannsókn sem gerð var árið 2024 var sjálfbærni torfbæja greind með lífsferilsgreiningu (LCA greining) á líkani af torfbæ og kolefnislosun yfir líftíma þess metin. Þessi rannsókn lagði grunnin að því að geta tekist á við spurninguna: Getum við lært af fortíðinni, fengið innblástur frá torfbæjum og breytt því hvernig við búum og byggjum?

Verkefnið mun taka til greina tækni, viðhorf til efnisnotkunar og lífsskilyrði fyrri tíma sem hægt væri að aðlaga að núgildandi aðferðum. Einnig verður unnið að því að hanna hringrásarhús sem hægt er að byggja við íslenskar aðstæður. Að lokum munum við bera saman kolefnisspor nýja hringrásarhússins og kolefnisspor torfbæjar.

turfhouse.jpg

Grænni byggð starfar með

Lendager Island

og Minjastofnun

í þessu verkefni.  

Samstarfsaðilar

Yfirlit

Markmið verkefnisins er tvíþætt. Fyrst að sýna fram á möguleikann á að nýta hringrásarlausnir í íslenskum byggingariðnaði með sönnun á gildi hugmyndar (proof-of-concept) í formi íslensks hringrásarhúss og samhliða því vekja athygli á mikilvægum hluta af íslenskri byggingarsögu og menningarlegri arfleið: torfbæjunum.

Verkefnið hlaut styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði sem er fjármagnaður af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneyti og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti.

bottom of page