Rannsaka möguleikana og tækifærin á innleiðingu hringrásarhagkerfis í auknum mæli tengt notkun byggingarefna
Um verkefnið
Það er áberandi áhugi í íslenskum byggingargeira á endurnotkun efnis og vara en endurnotkun er á byrjunarstigi vegna þess að:
-
skortur er á þekkingu á endurnotkun vara og efna meðal meðal hagsmunaðila.
-
margir eru þeirrar skoðunar að núverandi lög og reglugerðir hindri endurnotkun vara og efna (t.d. byggingarreglugerð, þörf á CE-merkingu, skortur á stöðlum fyrir endurnotað efni/vörur) á Íslandi.
Verkefnið mun taka þessa þætti fyrir. Niðurstöður verkefnisins munu veita yfirsýn yfir tækifæri og greina áhættuþætti þess að endurnota mismunandi byggingarefni og vörur. Einnig munum við gefa út upplýsingar um lagalegar kröfur sem endurnotað efni og vörur þurfa að uppfylla til að vera samþykktar til notkunar. Þá mun verkefnið einnig leiða af sér leiðbeiningar um hvernig hægt væri að breyta lögum og reglugerðum til þess að auðvelda endurnotkun.

Mynd: Ástrós Steingrímsdóttir
Samstarfsaðilar
Verkefnið hlaut styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði sem er fjármagnaður af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneyti og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti.