top of page
Logo trans.PNG

Um verkefnið

Hringvangur - fyrsta (og hingað til eina) íslenska tengslanetið fyrir notkun hringrásarlausna í byggingariðnaði - byrjaði sem hluti af Nordic Networks for Circular Construction (NNCC) verkefninu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og Grænni byggð stóðu að á Íslandi.

Árið 2024 setti Grænni byggð Hringvang í loftið með stuðningi frá HMS og Verkís. Hringvangur mun starfa áfram og byggja á þeim trausta grunni sem fyrir er.

GBCI-47.jpg

Yfirlit

Meginmarkmið verkefnisins er að halda áfram lögbundinni starfsemi Hringvangs sem er meðal annars:

  • að stýra tengslanetinu og kynna verkefni og lausnir tengdar hringrásarhagkerfinu á Íslandi.

  • umsjón með vefsíðu Hringvangs sem er fyrst og fremst gagnagrunnur með fyrirliggjandi þekkingu um hringrásarlausnir í byggingariðnaði.

  • að halda hagsmunaaðilum upplýstum um framfarir og nýjustu upplýsingar um efnið.

  • að vera samstarfsvettvangur og auðvelda samvinnu milli hagsmunaaðila.

Verkefnið hlaut styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði sem er fjármagnaður af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneyti og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti.

bottom of page