top of page

Grænni byggð

Green Ivy from the Roof

Grænni byggð eru frjáls félagasamtök (NGO) stofnuð árið 2010 til að hvetja til sjálfbærrar þróunar byggðar með því að hvetja og efla fólk til að vinna að því sameiginlega markmiði að skapa heilbrigt og sjálfbært, byggt umhverfi sem stuðlar að vellíðan fyrir alla.

Hlutverk okkar eru á mörgum vígstöðvum:

- að efla umhverfisvitund og virkja grænar aðgerðaáætlanir fyrir byggingar- og mannvirkjageirann;
- að hvetja yfirvöld til að setja á löggjöf sem beinir markaðnum í sjálfbærari átt;
- að fræða, tengja og hvetja hagsmunaaðila í byggingargeiranum.

Sem einn af yfir 70 meðlimum World Green Building Council deilum við markmiðinu um sjálfbært byggt umhverfi. Helstu áherslur okkar eru:

-    draga úr kolefnislosun hins byggð umhverfis;
-    styðja við endurnýjun auðlinda með því að efla hringrásarhagkerfið í byggingargeiranum;
-    að hvetja til framkvæmda sem skila heilbrigðum, endingargóðum og sjálfbærum byggingum.

Eins og er, eru í samtökunum okkar um 60 meðlimir sem vinna að því markmiði að gera byggingargeirann að virkum aðila í að skapa sjálfbæra framtíð og heilbrigðara samfélag.

Yfirlit yfir starfsemi okkar á þremur meginsviðum:

FRÆÐA

→ Við framleiðum og gefum út fjölbreytt fræðsluefni.

→ Við tökum þátt í ýmsum rannsóknar- og þróunarverkefnum.

→ Við skipuleggjum og tökum þátt í fræðsluviðburðum, pallborðsumræðum og opinberum fundum um sjálfbæra byggingu.

HVETJA

→ Við hvetjum aðila á markaði til að leggja sitt af mörkum og sýna samfélagslega ábyrgð í verki.

→ Við hvetjum hið opinbera til þess að umbuna verkefnum sem uppfylla ákveðnar umhverfiskröfur með hagrænum hvötum.

→ Við hvetjum til þess að hringrásarhagkerfið sé haft að leiðarljósi við byggingu, hönnun og rekstur á mannvirkjum.

TENGJA

→ Við leiðum saman aðila hvaðanæva úr samfélaginu með sjálfbærni í nærumhverfinu að markmiði.

→ Grænni byggð tekur virkan þátt í erlendu samstarfi við systursamtök sín, sérstaklega á Norðurlöndum, í gegnum verkefni og viðburði.

bottom of page