Demonstrating Real and Affordable Sustainable Building Solutions with Top-level whole life cycle performance and Improved Circularity (Drastic)

Um verkefnið

Drastic er fjögurra ára langt verkefni sem er hluti af rannsóknar framtaki Evrópusambandsins Horizon Europe og miðar að því að sýna fram á nýstárlegar lausnir til að draga úr kolefnisspori yfir líftíma í byggðu umhverfi og loftslagsáhrifum byggingariðnaðar í Evrópu.
Í verkefninu vinna 23 samstarfsaðilar frá 8 Evrópulöndum.
Grænni byggð tók þátt í verkefninu árið 2024 í gegnum aðild sína að World Green Building Council. Okkar vinna fólst í:
-
að safna saman upplýsingum um fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt í eða hafa áhrif á hringrásar og sjálfbærar aðferðir í íslenska byggingargeiranum. Þessir aðilar eru skráðir á Hagsmunaaðila kortið (Stakeholder Map).
-
miðlunar- og kynningarmálum
The Drastic project has received funding from the European Union's Horizon Europe research and innovation programme under grant agreement No 101123330.