Viðburðir á næstunni
Morgunfundur - Bílakjallarar eða bílastæðahús: áhrif, áskoranir og framtíðarsýn
25/02/2025
Við boðum til morgunfundar þann 25. febrúar klukkan 9:00 um bílakjallara og bílastæðahús! Fundurinn samanstendur af tveimur fyrirlestrum og lýkur með pallborðsumræðum. Fundurinn verður einungis í streymi, hlekkur verður sendur út með nokkurra daga fyrirvara.
Öll velkomin, vinsamlegast skráið ykkur hér
.png)
Dagskrá
Fyrirlestrar
Bílastæðahús og Borgarlína á Keldnalandi - Þorsteinn R Hermannsson, Betri Samgöngur ohf.
Tillaga að uppbyggingu nýs hverfis að Keldum og Keldnaholti með þremur Borgarlínustöðvum gerir ráð fyrir að byggð verði nokkur bílastæðahús á svæðinu. Bílastæðahúsin, sem hvert og eitt samnýtist fjölda íbúða og atvinnuhúsnæðis á nálægum lóðum, komi að mestu í stað einkabílakjallara og einkabílastæða inni á lóðum. Horfa á til þess að húsin geti hýst miðlæga þjónustu fyrir aðliggjandi svæði á jarðhæð og að hægt verði að breyta þeim í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði ef bílastæðaþörf minnkar í framtíðinni.
Kolefnishlutlaus Reykjavík 2030: uppbygging og loftslagsáhrif - Hrönn Hrafnsdóttir, Reykjavíkurborg
Hrönn kynnir verkefni sem hófst hjá Reykjavíkurborg nýlega og snýr að því að umbylta vali íbúa á ferðamáta og hvernig mismunandi lausnir þegar kemur að bílastæðum hindra eða liðka fyrir breytingum á samgönguvenjum í borginni. Ein af spurningunum sem verkefnið miðar að því að svara er: munu bílakjallarar breyta venjum okkar þegar kemur að samgöngum eða festa bílinn í sessi sem okkar helsta ferðamáta?
Pallborðsumræður
Elín Þórólfsdóttir, teymisstjóri starfsumhverfis mannvirkjagerðar, Húsnæðis og mannvirkjastofnun.
Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt - deildarstjóri deiliskipulagsáætlana, Reykjavikurborg.
Ólafur Árnason, forstjóri, Skipulagsstofnun.
Íris Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Grænni byggðar stjórnar pallborðsumræðum.
Eldri viðburðir
Morgunfundur: Ávinningurinn af viðhaldi innbyggðs kolefnis í fasteignum
24/01/2025
Grænni byggð hélt á dögunum morgunfund í samstarfi við Iðuna fræðslusetur og Verkís, um ávinninginn af viðhaldi innbyggðs kolefnis í fasteignum. Viðhald fasteigna er sjaldan rætt í samhengi við samdrátt í kolefnislosun. Miklu frekar er rætt um efnahagslega hagkvæmni viðhaldsaðgerða.
Ólafur Ástgeirsson, leiðtogi bygginga- og mannvirkjagreina hjá Iðunni setti fundinn og bauð áheyrendur velkomin.
Ragnar Ómarsson, byggingafræðingur og viðskiptastjóri sjálfbærni hjá Verkís, hélt síðan fyrirlestur um málefnið og ræddi meðal annars hvernig samdráttur kolefnislosunar og kostnaðarhagkvæmni geta haldist í hendur, hvað felst í því að viðhalda innbyggðu kolefni, hvað björgunarverðmæti bygginga er og hvernig það er reiknað út.
Góð mæting var á fundinn sem var í streymi.
Upptaka af fundinum verður aðgengileg hér innan skamms tíma.


Heimsókn í Landsbankabygginguna
23/01/2025


