top of page

Bauhaus Goes North (BGN)

Interreg Logo Northern Periphery and Arc

Um verkefnið

Grænni byggð tekur þátt í Bauhaus Goes North (BGN) verkefninu ásamt 13 samstarfsaðilum frá Norðurslóðum. Verkefnið hlaut styrk frá Norðurslóðaáætluninni (Interreg NPA Programme) sem er styrkt af Evrópusambandinu. 

Verkefnið miðar að því að auka þekkingu hagsmunaaðila og auðvelda innleiðingu á bestu starfsvenjum við New European Bauhaus (NEB) byggingu á Norðurslóðum. Megináhersla verkefnisins eru vinnubrögð sem tengjast hringrás og auðlindanýtingu.

Afrakstur

BGN mynd.jpg

​​​​​​​​​​​New European Bauhaus var hleypt af stokkunum til að gera Græna sáttmálann (The European Green Deal) „áþreifanlegan“ og bjóða upp á nýja menningarnálgun fyrir Evrópu með kerfisbreytingu sem er nýstárleg, aðlaðandi og mannmiðuð. Framtakið hefur þrjú grunngildi að leiðarljósi:

  1. Sjálfbærni (hringrás, engin mengun, líffræðilegur fjölbreytileiki)

  2. Fagurfræði (gæði upplifunar, stíll umfram virkni)

  3. Aðlögun (að meta fjölbreytileika, tryggja aðgengi og hagkvæmni)

Afrakstur verkefnisins verður:

  • Co-Design Playbook handbókin og Replicability Index tólið sem miðar að því að tryggja að hægt sé að endurtaka bestu starfsvenjur í NEB byggingu með hliðsjón af staðsetningu, hæfni, möguleikum til að byggja og stefnumótum sem styður við umbreytinguna yfir í hringrásarhagkerfi sem styður við hagkvæma auðlindanýtingu. 

  • Að þrisvar á ári verður kallað eftir dæmum um bestu starfsvenjur í NEB byggingu á Norðurslóðum (Calls for Best Practices in NEB in the NPA Region), með því markmiði að flýta fyrir að venjur sem hefur verið sýnt fram á að hægt sé að endurtaka verði notaðar

  • Fjögur verkefni sem sýna fram á mögulega framkvæmd (hverfisskipulag, háskólasvæði, söguleg bygging, og sjálfbær þróun á eyju) og sýna þannig fram á hagnýta útfærslu á NEB þáttum í fjölbreyttu umhverfi og samhengi.

Yfirlit

Grænni byggð ber ábyrgð á verkpakka tvö (WP2) í verkefninu:
 
NEB Best Practices Competition: Assembling and Disseminating Exemplary Cases in the NPA Region.

Meginmarkmið verkpakka 2 er að finna bestu starfsvenjur tengdar NEB á Norðurslóðum. Þetta verður gert með því að kalla eftir dæmum um slíkt þrisvar á ári.

 

Dæmin sem verða talin best munu fá umfjöllun á heimasíðu verkefnisins og verður dreift á fjölda tengslaneta á Norðurlöndunum og í Evrópu til þess að þau ná til sem flestra. Þá verða bestu dæmin um bestu starfsvenjur hluti af niðurstöðum verkefnisins þar sem þau munu koma fram í Co-Design Playbook handbókinni.

Aðilar að Bauhaus Goes North eru:
 

Þá eru einnig sjö aðrir aðilar frá Danmörku, Finlandi, Færeyjum, Írlandi og Svíþjóð tengdir verkefninu.

Aðilar

bottom of page