Um verkefnið
Grænni byggð vann í tveimur aðgerðum í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030:
4.10. Gefa út leiðbeiningar um ábyrgt niðurrif.
Til að koma til móts við markmið þessara tveggja aðgerða var hnitmiðað en upplýsandi efni birt á heimasíðu Hringvangs.
Aðgerðirnar tvær voru teknar til greina sameiginlega, enda efni þeirra og markmið samofin (t.d. er endurnotkun og endurvinnsla efna stór hluti af ábyrgu niðurrifi). Leiðbeiningarnar innihalda meðal annars upplýsingar um:
-
Möguleikann á hringrásarlausnum í notkun algengustu efna og vara (t.d steypu, stáls, timburs, glers, hreinlætisvara, brunabúnaðs, glugga, hurða og loftræstirása).
-
Dæmi um hringrásarlausnir og verkefni sem hafa litið dagsins ljós og sýna umhverfislegt vægi hringrásarlausna og sértæks niðurrifs.
-
Ný hlutverk og ábyrgð ákveðinna hagsmunaaðila í verkefnum tengdum hringrásarhagkerfinu
