top of page

Viðburðir á næstunni

Dagur Grænni byggðar

25/09/2024

Dagur Grænni byggðar verður haldinn í IÐNÓ við Vonarstræti 3 þann 25. september næstkomandi.

 

Við fáum keynote erindi frá Kasper Benjamin Reimer Bjørkskov. Kasper er danskur arkitekt sem sérhæfir sig í að breyta flóknum umhverfis- og félagslegum áskorunum í nýstárlegar, sjálfbærar byggingarlausnir, sem stuðla að hönnun án aðgreiningar og hvetja til samfélagsbreytinga. Hann hefur tekið virkan þátt í fjölmörgum byggingarverkefnum sem hafa það meginmarkmið að lágmarka losun CO2, og á sama tíma sýna fram á að hægt sé að reisa lágkolefnis byggingar án þess að það kosti meira.​

Fundarstjóri verður Freyr Eyjólfsson, tónlistarmaður, skemmtikraftur, fyrrum dagskrárgerðarmaður, og núverandi verkefnastjóri fræðslu og kynninga hjá SORPU. Freyr hefur lengi vel talað fyrir umbreytingunni í átt að hringrásarhagkerfi, ekki síst í byggingargeiranum.

​

​

Miðaverð: 10 000 ISK

Miðaverð fyrir aðila: 8 000 ISK​

​

Dagskrá verður birt fljótlega!

Dagur Grænni byggðar2024_Page_1.png

Eldri viðburðir - 2024

Íslenskar timburvörur fyrir byggingar

15/05/2024

Á þessari hálfs dags ráðstefnu var meðal annars fjallað um stöðu, áskoranir og framtíð íslenskra timburvara fyrir byggingariðnaðinn, en auk þess voru nokkur verkefni kynnt sem fengu styrk frá Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði og dæmi sýnd um íslensk mannvirki úr timbri.

 

Ráðstefnan var hluti af Nýsköpunarvikunni og haldin af Grænni byggð, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Landi og skógi, Trétækniráðgjöf slf., og Bændasamtökum íslands.

Dagskrá

​

  • Loftslagsávinningur timburvara

    • Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar og aðjúnkt hjá umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ

  • CE merking og staðlavinna

    • Eiríkur Þorsteinsson, trétæknir hjá Trétækniráðgjöf

  • Áskoranir,  staða og framtíð íslenskra timburvara

    • Ólafur Eggertsson, sérfræðingur hjá Land og skógi og dósent við LBHÍ

  • Timbur sem efni í nærumhverfinu - Landsfjórðungahús

    • Auður Hreiðarsdóttir, arkitekt hjá Esja Architecture

  • Krosslímdar timbureiningar – áhættuþættir og meðhöndlun

    • Gústaf Adolf Hermannsson, sérfræðingur hjá HMS​

Hlé â€‹

​

  • Mannvirki úr íslensku timbri

    • Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri þjóðskóga og landa,og Trausti Jóhannsson, skógarvörður hjá Landi og skógi

  • Tækifæri í timbri

    • Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og eigandi Lendager á Íslandi

  • Íslenskt timbur

    • Hlynur Axelsson, arkitekt hjá HAX arkitektúr og stundakennari við Listaháskóla Íslands

  • Gestastofa í Þjórsárdal

    • Marcos Zotes, arkitekt og meðeigandi hjá Basalt arkitektum

  • Val á íslensku timbri

    • Halldór Eiríksson T.ark.

Fundarstjóri var Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri hjá HMS


Upptöku má finna hér

DJI_0243.jpg

Aðalfundur Grænni byggðar

23/04/2024

Aðalfundur Grænni byggðar var haldinn þann 24. apríl frá 14:00 - 16:00 í húsakynnum Verkís við Ofanleiti 2.


Áður en hefðbundin fundarstörf hófust voru Magnús Arason og Björgvin Brynjarsson hjá EFLU með erindi um Kolefnisreiknir fyrir innviðaframkvæmdir, og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir hjá HMS fjallaði um innleiðingu lífsferilsgreininga í byggingarreglugerð.

​

Kosið var um 5 sæti í stjórn, fjögur til tveggja ára og eitt til eins ár. 

Graenni_byggd_logo-03 - Copy.png

Með sjálfbærni að lífsstarfi

21/03/2024

Fimmtudaginn 21. mars héldu Háskóli Íslands, Arkitektafélag Íslands Grænni byggð og HMS málþing um sjálfbærar lausnir Jóns Kristinssonar arkitekts í tilefni af 60 ára starfsafmælis Jóns. Málþingið fór fram í Veröld - Húsi Vigdísar, og stóð frá kl. 15.00-17.00.


Jón hefur búið í Deventer í Hollandi meirihluta ævinnar og nam arkitektúr við Delft University of Technology þar sem hann síðar gegndi stöðu prófessors í umhverfistækni og hönnun. Hann er þekktur fyrir að hafa hannað vistvænustu byggingu Hollands og er víða þekktur fyrir uppfinningar sínar á sviði sjálfbærni. Fyrsta janúar síðastliðinn hlaut Jón riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóðavettvangi.

Dagskrá:

​

  • Setning

    • Sigríður Maack formaður Arkitektafélags Íslands og Sigurður Magnús Garðarsson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ bjóða gesti velkomna

  • Samþætt sjálfbær hönnun Jóns Kristinssonar

    • Prof.dr.ir. Andy van den Dobbelsteen PhD, prófessor við Tækniháskólann í Delft.

  • Tíðni rakaskemda og gæði innilofts- er hægt að draga úr vandamálinu með varmaskipti á loftræstingu?

    • Björn Marteinsson arkitekt og byggingarverkfræðingur og fyrrum kennari við HÍ.

  • Í upphafi skyldi endinn skoða 

    • Arnhildur Pálmadóttir arkitekt fjallar um sjálfbæra húsagerð

  • Pallborðsumræður

    • Jón Kristinsson, arkitekt og heiðursgestur; Koos Slootweg, verkfræðingur; Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir,verkfræðingur; Björn Marteinsson, arkitekt; Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og Andy van den Dobbelsteen, verkfræðingur

 

Fundarstjóri: Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt FAÍ

mynd5.PNG

Vinnustofa um umhverfisskilyrði í útboðum og verksamningum

6/03/2024

Ríkiskaup, Samtök iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Grænni byggð boðuðu til opins samtals um umhverfisskilyrði í útboðum og verksamningum hér á landi. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 6. mars kl. 14.00 til 15.30 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35, í fundarsalnum Hyl.

Dagskrá

  • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer yfir forsendur og markmið aðgerðar 6.4 í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð.

  • Sveinbjörn Ingi Grímsson frá Ríkiskaupum fjallar um svigrúm í opinberum innkaupum til að beita umhverfisskilyrðum innan lagalegra heimilda.

  • Áróra Árnadóttir framkvæmdastjóri Grænni byggðar fjallar um niðurstöður úr svarkönnun um notkun á umhverfisskilyrðum í útboðum og verksamningum fyrir þjónustu- og vörukaup í mannvirkjageiranum á Íslandi.

  • Ragnar Ómarsson verkefnisstjóri Verkís hf. fjallar um efni umhverfisskilyrða í norrænum fyrirmyndum og íslenskum hugmyndum.

  • Vinnustofa með opnum umræðum á vinnuborðum um forgangsröðun og áherslur í samræmdum umhverfisskilyrðum fyrir útboð og valforsendur fyrir tilboð.

 

Fundarstjóri var Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

Glærur frá fundinum má nálgast hér.

Eco Building

Tölum um hringrásarhagkerfið

28/02/2024

Viðburðurinn Tölum um hringrásarhagkerfið var haldinn í Grósku þann 28. Febrúar kl 13.00 - 15.30.

​

Eftir samræður við hagaðila vitum við að það eru fjölmargar aðgerðir sem hægt er að fara í til að auðvelda innleiðingu hringrásarhagkerfisins í íslenskan byggingariðnað. 

 

  • En hvaða aðgerðum ætti að forgangsraða? 

  • Hvað eiga opinberir aðilar að leggja áherslu á til að ýta undir innleiðinguna?

​

Við tókum saman mögulegar aðgerðir sem voru ræddar, í þessum þremur flokkum:

  • Bætt byggingarhönnun

  • Rétt skráning á umhverfisáhrifum nýbygginga og endurbóta

  • Draga úr áhættu og bæta hagkvæmni hringrásarverkefna

​

Í seinnihluta viðburðarins voru þátttakendur beðnir um að svara því hvaða starfsemi, sem miðar að því að auðvelda hringrásarframkvæmdir, Norræna ráðherranefndin ætti að leggja áherslu á. Einnig er þeim boðið að svara spurningunni: hvað ættu Norðurlöndin að beita sér fyrir á evrópskum vettvangi?

hringvangur.webp

Rafræn málstofa: Emission-free construction sites: Knowledge gaps and research needs

15/02/2024

Um miðjan febrúar héldum við rafrænan viðburð þar sem við kynntum nýja útgáfu sem snýr að losunarlausum verkstöðum í verkefninu Nordic Sustainable Construction, en skýrslan bendir á hvar áherslur ættu að liggja í þekkingaröflun og tilraunaverkefnum.

Nú er hægt að horfa á upptöku af viðburðinum og skoða glærur hér.

emissionfree.PNG
bottom of page